Neyðarsendar

Notkun svokallaðra neyðarsenda hefur aukist á síðustu árum og á eftir að aukast enn meira enda lítil og handhæg tæki. Nokkrar mismunandi tegundir tækja eru til á markaðnum en í grunninn gegna þau sama hlutverki þ.e. að hægt er að kalla á aðstoð með þeim ef neyð ber að höndum.

Mörg tækjanna eru einnig með þann möguleika að hægt er að fylgjast með ferðum viðkomandi í gegn um netið en til þess þarf tækið annaðhvort alltaf að vera í farsímasambandi eða þjónustuaðili þess með gervihnattaþjónustu.

Nokkir aðilar leigja neyðarsenda hér á landi og má þar nefna Slysavarnafélagið Landsbjörg s: 570-5900, skrifstofa(hja)landsbjorg.is

Slysavarnafélagið Landsbjörg Skógarhlíð 14, 105 Rvk. Ísland safetravel@safetravel.is +354 570-5929