Símar

Nokkuð öruggt er að ná farsímasambandi á hringveginum og víðast hvar annars staðar á vegum landsins þó einstöku dauðir blettir geti verið til staðar. Hið sama gildir ekki á hálendinu en þar er dekkunin mun minni og í mesta lagi í kring um vinsælustu ferðamannastaðina. Ef þú vilt vera viss um að þú sért í sambandi skaltu kanna hjá því símafyrirtæki sem þú velur þér hver dekkunin er.

Þú getur ekki treyst á að geta hlaðið símann þinn á hálendinu enda aðgangur að rafmagni takmarkaður og því skaltu fullhlaða hann áður en þú leggur af stað og jafnvel taka með aukarafhlöðu. Ágætis regla er að vista neyðarnúmerið 112 í minni enda gæti það gleymst í asanum þegar á þarf að halda. Notir þú fyrirframgreidd kort (frelsi) skaltu einnig vera viss um að næg inneign sé á kortinu, ekki er víst að þú fáir inneignarkort hvar sem er. Mundu að þótt þú sjáir ekki á símanum að hann nái sambandi gæti verið að þú náir að hringja í neyðarnúmerið 112, prófaðu að  minnsta kosti.

Áður en lagt er af stað

  • Vista neyðarnúmer í símaskrá  112 og 00354-8090112 (Iridium)
  • Hlaða farsímann eða taka með ferðahleðslutæki
  • Athuga á kortum hvar er símasamband og hvar er netsamband
  • Ef farið er um hálendi Íslands, gefa vinum eða ættingjum upp ferðaáætlun
  • Ef þú ert með fyrirframgreitt kort (Frelsi) skaltu gæta þess að eiga næga inneign
  • Tekur þú tölvuna með þér?  Þú getur keypt fyrirframgreidda 3G nettengingu t.d. hjá Vodafone
  • Vistaðu nánasta tengilið í símanum þínum undir nafninu ICE (In case of emergency)

Hér sérðu gagnvirkt kort  með reiknaðri útbreiðslu (3G)Vodafone

Hér sérðu gagnvirkt kort með reiknaðri útbreiðslu (3G)  Símans

Slysavarnafélagið Landsbjörg Skógarhlíð 14, 105 Rvk. Ísland safetravel@safetravel.is +354 570-5929