Fjallaskíði

Sumir segja að fátt veiti eins mikla frelsistilfinningu og það að ganga upp fjall á fjallaskíðum, festa svo hælinn og renna sér niður óspjallaðar brekkurnar. Satt kann það að vera en frelsi fylgir ábyrgð og þvi vert að hafa nokkur atriði í huga:

  • Þegar ferðast er um fjöll og firnindi að vetrarlagi á hin heilaga þrenning; snjóflóðaýlir, snjóflóðastöng og skófla alltaf að vera með.
  • Snjóflóðabakpoki sem þú getur blásið upp ef þú lendir í flóði er einnig mikilvægt öryggistæki
  • Skildu alltaf eftir ferðaáætlun hjá aðstandenda og okkur
  • Kannaðu veður og aðstæður á svæðinu áður en lagt er í hann. Veðrið dagana á undan skiptir einnig máli m.t.t. snjóflóðahættu
  • Taktu snjóflóðaprófíl í þeim brekkum sem þú ætlar að skíða ef þú ert ekki viss um snjóflóðahættuna
  • Vertu með nesti og orkuríkt nasl
  • Hafðu einnig í huga að ferðalagið gæti orðið lengra en upphaflega var áætlað

Gott er að hafa í huga að þegar ferðast er um fjallendi þar sem snjóflóðahætta er að fari svo að þú lendir í snjóflóði skiptir mestu máli að að þínir ferðafélagar kunni skil á leit í snjóflóðum. Það er því ekki nóg að þú sért vel útbúinn og með þekkingu og reynslu.

 

Slysavarnafélagið Landsbjörg Skógarhlíð 14, 105 Rvk. Ísland safetravel@safetravel.is +354 570-5929