Gönguskíði

Skipta má ferðalögum á gönguskíðum í tvennt, annarsvegar þegar gengið er á troðnum brautum og hinsvegar þegar gengið er um hálendi, utan troðinna svæða og þá jafnvel um fjalllendi.

Hvort sem þú leggur stund á ættirðu að hafa í huga:

 • Að skilja eftir leiðaráætlun hjá einhverjum og líka hjá okkur
 • Að útbúa þig í samræmi við aðstæður og tegund ferðalags, til dæmis samkvæmt búnaðarlistanum okkar
 • Að hafa með þér nesti og orkuríkt nasl
 • Að hafa með þér fjarskiptatæki
 • Að kanna veður og aðstæður áður en lagt er í hann

Þegar farið er í lengri ferðalög á gönguskíðum þarf útbúnaðurinn að miðast við erfiðar vetraraðstæður og þær aðstæður sem ferðamenn geta lent í. Oft er farangur settur í púlku eða á sleða sem dreginn er á eftir sem léttir ferðalagið. Auk ofangreindra punkta má leggja áherslu á:

 • Að leitað sé upplýsinga um snjóalög og veður á svæðinu
 • Að hafa með fjarskiptatæki sem virka á svæðinu
 • Að hafa með nauðsynlegan öryggisbúnað s.s. sjúkrabúnað og lyf eftir aðstæðum
 • Að tjöld, prímusar og annar búnaður henti til verstu aðstæðna að vetralagi
 • Að snjóflóðaýlir sé á hverjum manni auk kunnáttu og þekkingu á snjóflóðahættu
 • Eigi að ferðast yfir jökla þarf að skipuleggja sérstaklega þann hluta
Slysavarnafélagið Landsbjörg Skógarhlíð 14, 105 Rvk. Ísland safetravel@safetravel.is +354 570-5929