Búnaður vélsleðafólks

Viðeigandi öryggisbúnaður er jafn nauðsynlegur og sleðinn sjálfur.

  • Hjálmurinn er staðalbúnaður í hvert sinn sem ekið er
  • Brynjur vernda bæði brjóstkassa og bak t.d. ef ekið er fram af hengju eða ofan í gil
  • Fatnaður þarf að vera í lagi, öll lögin þrjú.
  • Sjúkrakassi, svefnpoki, varpoki (bivac) og annar búnaður ef liggja þarf úti
  • Fjarskiptatæki
  • Hin heilaga þrenning á alltaf að vera með, skófla, snjóflóðastöng og snjóflóðaýlir

Þú finnur ítarlegri búnaðarlista hér og hér að neðan má sjá stutt myndband um heilaga snjóflóðaþrenningu.

Slysavarnafélagið Landsbjörg Skógarhlíð 14, 105 Rvk. Ísland safetravel@safetravel.is +354 570-5929