Fáðu aðvaranir í SMS

Akstur á hálendinu gamalt

Akstur á hálendi Íslands lýtur allt öðrum lögmálum en akstur á láglendi. Aðstæður á hálendi geta breyst hratt, vegir geta verið erfiðir yfirferðar og oft þarf að aka yfir ár. Árnar breytast hratt milli daga. Hafið samband við Safetravel eða landverði á viðkomandi svæði til að fá nýjustu upplýsingar.

Því gildir það enn frekar við ferðalög um hálendi að kynna sér vel aðstæður um það svæði sem ferðast á um og skilja eftir leiðaráætlun þar sem fram kemur hvert á að ferðast, hvar á að gista og önnur helstu atriði.

  • Byrjaðu á því að kynna þér hvort búið sé að opna það svæði sem þú ætlar að ferðast um.
  • Kynntu þér vel svæðið sem ferðast á um til dæmis hjá Vegagerðinni og Veðurstofunni.
  • Upplýsingamiðstöðvar á svæðinu svo og land- og skálaverðir þekkja vel aðstæður.
  • Vertu viss um að þú hafir þá þekkingu og reynslu sem þarf til akstur á hálendinu.
  • Fólksbílar eiga ekkert erindi á hálendi, undantekningalaust þarf fjórhjóladrifna bíla og sumar leiðir eru einungis fyrir stærri og breytta bíla.
  • Ef þú ert óviss með að aka yfir á, slepptu því þá eða bíddu aðstoðar næstu bifreiðar sem að kemur.
  • Bílar eru alltaf ótryggðir þegar ekið er yfir ár.