Get SMS Updates

Almennt um akstur

Slys eiga sér gjarnan stað þegar ekið er af malbiki yfir á möl og er meginástæða þess að ekki er dregið úr hraða og bifreiðin rennur því til þegar komið er inn á mölina.

Að sama skapi ber að vara við því að ef ekið er of hratt á malarvegum getur bifreiðin misst gripið og farið að renna til. Við þær aðstæður getur verið mjög erfitt að ná stjórn á henni aftur. Þetta getur til dæmis gerst þegar bílar mætast og því ber að sýna aðgát við þær aðstæður, færa sig eins langt til hægri og hægt er, draga verulega úr hraða og sleppa alveg bensíngjöfinni þegar bílarnir mætast, ellegar getur þú alveg óvart ausið möl yfir bílinn sem þú mætir.

Blindhæðir eru nokkuð algengar á vegum á Íslandi, nær undantekningalaust merktar sem slíkar og hið sama á við um blindbeygjur.

Á Íslandi eru einbreiðar býr. Reglan er sú að sá bill sem nær er brúnni á réttinn en það vita ekki allir svo mundu að sá vægir er vitið hefur meira.

Hér á landi getur þú reiknað með því að búfénaður sé á ferðinni meðfram og á vegunum, þá sérstaklega sauðfé. Þú verður að reikna með því að séu lömbin öðru megin við veginn en kindin hinumegin muni lömbin þjóta yfir veginn. Hægðu því vel á þér þegar sauðfé er á sveimi.

  • Umfram allt skaltu aka í samræmi við aðstæður, betra er að aka hægt en of hratt.
  • Hér á landi er  það alvarlegt afbrot að aka eftir að hafa neytt áfengis og vímuefna. Refsing við slíku er afar ströng.
  • Samkvæmt lögum á að aka með ljósin á allan sólarhringinn, sumar og vetur.
  • Ekki keyra of lengi hvern dag þrátt fyrir að það geti freistað á björtum sumarnóttum. Njóttu landsins frekar vel.
  • Hér og þar um landið sérðu blá umferðarmerki með ýmsum tölum. Þetta er ábending um skynsaman ökuhraða miðað við þær aðstæður sem þarna eru.
  • Utanvegaakstur er ólöglegur en fyrst og fremst er hann mikið virðingarleysi við landið. Þær skemmdir sem hann veldur getur tekið áratugi eða aldir að græða upp.
  • Sá aðili er verður valdur að banaslysi kann að verða lögsóttur megi rekja ástæðu slyssins til ógætilegs aksturs s.s of hraðs aksturs.
  • Til að fræðast meira um akstur á Íslandi má benda á heimasíðurnar vegagerdin.is og us.is

Við minnum á að það á alltaf að nota bílbelti – líka þegar ferðast er í rútu!