Fáðu aðvaranir í SMS

Börn í bílum

Öll viljum við að það fari sem best um börnin okkar á ferðalögum í bifreiðum en öryggið þarf ekki síður að vera í fullkomnu lagi svo ekki eigi illa að fara komi til óhapps.

  • Börn sem eru minni en 150 cm eiga aldrei að sitja í framsæti eða þar sem loftpúðar eru.
  • Miðsætið aftur í er öruggasti staðurinn fyrir bílstól eða bílpúða sé það með 3ja punkta öryggisbelti.
  • Nýrri bílar eru með ISOFIX festingum fyrir barnastóla. Það eru bestu festingarnar.
  • Lausir hlutir í bifreiðum geta valdið slysum í árekstri eða þegar þarf að snögghemla.
  • Vertu viss um að bílstóllinn passi vel í þína bifreið og allar þær bifreiðar sem nota á hann í.
  • Festu bílstólinn nákvæmlega samkvæmt leiðbeiningum.

Barnabílstólar

Ekki passa allir stólar í alla bíla. Margir framleiðendur eru með „fit finder“ á heimasíðum sínum en þar sérðu hvort stóllinn passar í þinn bíl.

Barnabílstólar eru flestir gerir fyrir ákveðna þyngd frekar sem og aldur og þar sem fæðingarþyngd barna hérlendis er frekar há vaxa börn hraðar upp úr ungbarnastólum.

Kynntu þér vel leiðbeiningar framleiðanda barnabílstóla og vertu viss um að kaupa réttan stóla og festa hann rétt í bifeiðina.

Ef nýta á rútu á ferðalaginu kannaðu þá vel hvernig belti eru í henni því oft eru rútur einungis með 2ja punkta belti.