Fáðu aðvaranir í SMS

Utanvegaakstur

Utanvegaakstur er óheimill samkvæmt lögum hér á landi en þó er heimilt að aka utanvega ef snjór er yfir öllu, jörð frosin og aðstæður þannig að bifreiðin fer ekki niður úr snjónum og skemmi jörð.

Brot á þessum lögum getur leitt til hárra fjársekta.

Sé veðurlag þannig að frost og þíða hafi verið til skiptis getur jörð verið mjög viðkvæm og engan vegin hægt að aka bifreiðum yfir hana án þess að verulega á henni sjáist. Hafðu þvi alltaf í huga að láta náttúruna njóta vafans.

Kynntu þér hér lög um náttúruvernd.