Fáðu aðvaranir í SMS

Akstur á hálendinu

Byrjaðu á því að kynna þér hvort búið sé að opna það svæði sem þú ætlar að ferðast um.
Kynntu þér vel svæðið sem ferðast á um, til dæmis hjá Safetravel, upplýsingamiðstöðvum á svæðinu, landvörðum og skálavörðum.
Vertu viss um að þú hafir þá þekkingu og reynslu sem þarf til aksturs á hálendinu.
Fólksbílar eiga ekkert erindi á hálendið, undantekningalaust þarf fjórhjóladrifna bíla og sumar leiðir eru einungis fyrir stærri og breytta bíla.
Bílar eru alltaf ótryggðir þegar ekið er yfir ár. Sjá sér kafla um akstur yfir ár hér á síðunni.