 |
Byrjaðu á því að kynna þér hvort búið sé að opna það svæði sem þú ætlar að ferðast um. |
 |
Kynntu þér vel svæðið sem ferðast á um, til dæmis hjá Safetravel, upplýsingamiðstöðvum á svæðinu, landvörðum og skálavörðum. |
 |
Vertu viss um að þú hafir þá þekkingu og reynslu sem þarf til aksturs á hálendinu. |
 |
Fólksbílar eiga ekkert erindi á hálendið, undantekningalaust þarf fjórhjóladrifna bíla og sumar leiðir eru einungis fyrir stærri og breytta bíla. |
 |
Bílar eru alltaf ótryggðir þegar ekið er yfir ár. Sjá sér kafla um akstur yfir ár hér á síðunni. |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|