 |
Ef ferðavagninn hindrar útsýn aftur fyrir bílinn þarf að nota auka spegla báðu megin á bifreiðina. |
 |
Hámarkshraði þegar ekið er með ferðavagn er 90 km/klst, eins og annarra ökutækja. |
 |
Sé ferðavagn þyngri en 750 kg. á hann að vera með bremsur. |
 |
Allir ferðavagnar eiga að vera með tengd ljós sem eru hliðstæð aftur- og hliðarljósum bifreiðarinnar. |
 |
Kannaðu vel veðurspá og þá sérstaklega vindaspá þegar ferðast er með ferðavagn. |
 |
Ef heildarþyngd ferðavagns og bifreiðar er yfir 3,5 tonn þá þarf ökuskírteini að gilda í flokki B/E. |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|