Fáðu aðvaranir í SMS

Akstur yfir ár

Þegar ekið er fyrir óbrúaðar ár er áhættan alltaf þín, það er engin trygging sem bætir það ef bíllinn verður fyrir tjóni.
Straumþungi og dýpt breytist mjög hratt, jafnvel innan dagsins, og „lítil“ á getur orðið að ófæru stórfljóti á mjög stuttum tíma.
Ef þú ert ekki viss um dýpt vatnsins, vaddu þá út í til að tékka á því. Ef þú treystir þér ekki til að vaða yfir ánna eða getur það ekki, þá ertu heldur ekki að fara að keyra yfir.
Ef þú ert ekki viss um að þú getir keyrt yfir ánna, snúðu þá við!
Áður en þú keyrir út í, ákveddu hvaða leið þú ætlar að fara. Aktu mjög varlega (5 km/klst) og alls ekki skipta um gír fyrr en bíllinn er kominn upp úr ánni!
Akið með straumnum, að aka á móti honum eykur líkurnar á að vatn fari inn á vélina.
Akið ekki út í ánna þar sem hún lítur út fyrir að vera lygn – það er merki um mikla dýpt!
   
  Sums staðar er svona skilti á stöng úti í miðri ánni. Skoðaðu það vel og vertu viss um að þú skiljir leiðbeiningarnar.