Fáðu aðvaranir í SMS

Akstur

Í þéttbýli er algengur hámarkshraði 50 km/klst og 30 km/klst í íbúðarhverfum
Meginregla í dreifbýli er að hámarkshraði sé 90 km/klst á vegum með bundnu slitlagi en 80 km/klst á malarvegum.
Hægðu vel á þér þegar þú kemur að einbreiðri brú. Alvarleg slys eru algeng við þær aðstæður.
Hægðu vel á þér þegar þú ekur af malbiki yfir á malarveg. Margir missa stjórn á bílnum.
Aktu alltaf í samræmi við aðstæður, það er betra að aka hægt en of hratt.
Sauðfé er víða með vegum. Hægið ferðina þar sem það er, það hafa orðið mörg slys þegar það hleypur inn á veginn og í veg fyrir bílinn.
Samkvæmt lögum á að aka með ljósin á allan sólarhringinn, sumar og vetur.
Hér og þar um landið sérðu blá umferðarmerki með ýmsum tölum. Þetta er ábending um skynsaman ökuhraða miðað við þær aðstæður sem þarna eru.
Utanvegaakstur er ólöglegur en fyrst og fremst er hann mikið virðingarleysi við landið. Þær skemmdir sem hann veldur getur tekið áratugi eða aldir að græða upp.
Til að fræðast meira um akstur á Íslandi má benda á heimasíðurnar vegagerdin.is og us.is
Við minnum á að það á alltaf að nota bílbelti – líka þegar ferðast er í rútu!