Hér fyrir neðan eru tillögur að búnaðarlistum fyrir mismunandi ferðir. Áður en þú leggur af stað: 1. Settu inn ferðaáætlun á www.safetravel.is 2. Kynntu þér veðurspá, færð á vegum og gönguleiðum 3. Hefur þú nægilega reynslu fyrir þá leið sem þú ætlar að fara? 4. Ertu nógu vel undirbúinn ef eitthvað óvænt kemur upp á?
Dagsgönguferðir sumar/vetur
Búnaður
- Bakpoki
- Höfuðljós og auka rafhlöður
- Gönguskór (vatnsheldir)
- Keðjubroddar (að vetri)
- Göngustafir
- Drykkir
- Nesti
- Fullhlaðinn sími
Fatnaður
- Innsta (ull eða gerfiefni)
- Miðlag (flís/dúnn/ull)
- Vind- og vatnshelt ysta lag
- Ullarsokkar
- Hanskar eða vettlingar
- Buff
- Hlý húfa
- Auka föt
Gönguferðir að sumri
Búnaður
- Bakpoki (30-75 L – fer eftir lengd ferðar)
- 3ja árstíða tjald, auka tjaldhælar og stög
- Dýna með einangrunargildi upp á að minnska kosti 3
- Svefnpoki (dúnn er hlýjast)
- Gönguskór (vatnsheldir)
- Vaðskór
- Fyrstuhjálparbúnaður
- Neyðarsendir
- Göngustafir
- Farsími og hleðslubanki
- Áttaviti, kort, GPS, auka rafhlöður
- Hreinlætisvörur og klósettpappír
- Bollar, skálar, áhöld, pottar og pönnur
- Eldspítur, kveikjari, vasahnífur
- Prímus og gas
- Sólgleraugu og sólarvörn
- Vatnsflaska
- Nesti
Fatnaður
- Innsta (ull eða gerfiefni)
- Miðlag (flís/dúnn/ull)
- Vind- og vatnshelt ysta lag
- Úlpa (primaloft/dúnn) eða þykk ullarpeysa
- Ullarsokkar
- Hanskar eða vettlingar
- Buff
- Hlý húfa
Gönguferðir að vetri
Búnaður
- Bakpoki (40-75 L – fer eftir lengd ferðar)
- 4 árstíða tjald, auka tjaldhælar og stög
- Dýna með einangrunargildi upp á að minnska kosti 5
- Svefnpoki (dúnn er hlýjast)
- Gönguskór (vatnsheldir)
- Vaðskór
- Fyrstuhjálparbúnaður
- Neyðarsendir
- Göngustafir
- Farsími og hleðslubanki
- Áttaviti, kort, GPS, auka rafhlöður
- Hreinlætisvörur og klósettpappír
- Bollar, skálar, áhöld, pottar og pönnur
- Eldspítur, kveikjari, vasahnífur
- Prímus og gas
- Snjóflóðaýlir, stöng og skófla
- Höfuðljós og auka rafhlöður
- Hjálmur
- Broddar og ísexi
- Vatnsflaska
- Nesti
Fatnaður
- Innsta (ull eða gerfiefni)
- Miðlag (flís/dúnn/ull)
- Vind- og vatnshelt ysta lag
- Mjög hlý úlpa
- Ullarsokkar
- Hanskar eða vettlingar
- Buff
- Hlý húfa
- Skíðagleraugu og sólgleraugu
- Auka föt
Akstur á hálendinu
Búnaður
- Bakpoki eða duffel
- 3ja árstíða tjald, auka tjaldhælar og stög
- Dýna með einangrunargildi upp á að minnska kosti 3
- Svefnpoki (dúnn er hlýjast)
- Gönguskór (vatnsheldir)
- Fyrstuhjálparbúnaður
- Farsími og/eða talstöð
- Áttaviti, kort, GPS, auka rafhlöður
- Hreinlætisvörur og klósettpappír
- Bollar, skálar, áhöld, pottar og pönnur
- Eldspítur, kveikjari, vasahnífur
- Prímus og gas
- Sólgleraugu og sólarvörn
- Nesti
- Drykkir
Fatnaður
- Innsta (ull eða gerfiefni)
- Miðlag (flís/dúnn/ull)
- Vind- og vatnshelt ysta lag
- Ullarsokkar
- Hanskar eða vettlingar
- Buff
- Hlý húfa
- Auka föt
Búnaður fyrir ökutækið
- Verkfærasett og dekkjaviðgerðasett
- Skófla
- Mótorolía og auka eldsneyti
- Startkaplar
- Teygjanleg dráttartaug
- Auka viftureim
- Átaksskaft
- Einangrunarlímband, strigalímband
Gönguskíðaferðir
Búnaður
- Gönguskíði, skór, stafir og skinn
- Púlka/sleði fyrir farangur/búnað
- Duffel/bakpoki
- 4 árstíða tjald, auka tjaldhælar og stög
- Dýna með einangrunargildi upp á að minnska kosti 5
- Svefnpoki (dúnn er hlýjast)
- Gönguskór (vatnsheldir)
- Fyrstuhjálparbúnaður
- Neyðarsendir
- Farsími og hleðslubanki og/eða talstöð
- Áttaviti, kort, GPS, auka rafhlöður
- Hreinlætisvörur og klósettpappír
- Bollar, skálar, áhöld, pottar og pönnur
- Vasahnífur
- Prímus, gas, kveikjari
- Snjóflóðaýlir, stöng og skófla
- Höfuðljós og auka rafhlöður
- Sólgleraugu og sólarvörn
- Vatnsflaska og hitabrúsi
- Nesti
Fatnaður
- Innsta (ull eða gerfiefni)
- Miðlag (flís/dúnn/ull)
- Vind- og vatnshelt ysta lag
- Úlpa dúnn/primaloft
- Ullarsokkar
- Hanskar eða vettlingar
- Buff, lambhúshetta, hlý húfa
- Skíðagleraugu
- Legghlífar
- Auka föt
Hjólaferðir
Búnaður
- Fjallahjól
- Hjálmur og annar nauðsynlegur öryggisbúnaður
- Dekkjaviðgerðarsett
- Verkfærasett fyrir hjólið
- 3ja árstíða tjald, auka tjaldhælar og stög
- Dýna með einangrunargildi upp á að minnska kosti 3
- Svefnpoki (dúnn er hlýjast)
- Hjólaskór (vatnsheldir er kostur)
- Vaðskór
- Fyrstuhjálparbúnaður
- Neyðarsendir
- Farsími og hleðslubanki
- Áttaviti, kort, GPS, auka rafhlöður
- Hreinlætisvörur og klósettpappír
- Bollar, skálar, áhöld, pottar og pönnur
- Vasahnífur
- Prímus, gas, kveikjari
- Sólgleraugu og sólarvörn
- Vatnsflaska
- Nesti
Fatnaður
- Innsta (ull eða gerfiefni)
- Miðlag (flís/dúnn/ull)
- Vind- og vatnshelt ysta lag
- Úlpa dúnn/primaloft (til að nota á kvöldin)
- Ullarsokkar
- Hanskar eða vettlingar
- Buff
- Hlý húfa
- Auka föt