Gos á Reykjanesi

Munið að skoða alltaf veðurspá áður en haldið er í göngu að gosstöðvum.

Á þessum árstíma er oft bleyta og/eða hálka, góðir gönguskór eru nauðsynlegir. Þar sem hitastigið er í kringum 0°C (og kaldara) er nauðsynlegt að vera í hlýjum fötum, vind- og vatnsheldu ysta lagi.

Þegar dimmt er, er ekkert að sjá þegar gosið er óvirkt. Svart hraun sést ekki í myrkrinu.

Smellið hér til að sjá upplýsingar um veður og gasmengun.

Gangið ekki á hrauninu. Þó það sjáist ekki, þá gæti verið glóandi hraun rétt undir.
Bannað er að leggja á Suðurstrandarvegi, leggja skal í bílastæði, aðkoma að bílastæði er bæði úr austri og vestri.

Ath: Engin klósettaðstaða er á svæðinu!
Landverðir mæla með leið A þar sem hún er skjólsælli og auðveldari en leið C.
Smellið hér til að sjá mynd/kort af gönguleiðum A og C.

Hér er GPS trakk af gönguleið C frá grunnbúðum og hér er GPS trakk af gönguleið C frá neðra bílastæði. Leið C liggur inn Nátthaga að hraunflæðinu, stutt og auðveld leið (um 1 klst fram og til baka).

Smellið hér til að sækja kortaforrit í farsímann með gönguleiðinni (fyrir þá sem ekki eiga GPS tæki).

Sýndarferð af bílastæðinu, brekkunni þar sem kaðallinn er og toppnum.
 Nauðsynlegt er að vera í góðum gönguskóm, hlýjum fatnaði, vind- og vatnsheldu ysta lagi þar sem veðrið getur breyst skjótt á Íslandi. Sjá ítarlegan útbúnaðarlista hér og smelltu hér til að sjá það allra nauðsynlegasta.
 Gasmengun sést ekki og getur verið lyktarlaus. Hún fylgir ekki endilega gosmekki á svæðinu og getur aukist skyndilega.  Ef þið finnið fyrir óþægindum, yfirgefið þá svæðið strax.
 
 Nú er dimmt á kvöldin og á nóttunni. Takið með höfuðljós!
 
  Látið vita af ykkur. Setjið t.d. inn ferðaáætlun hér.
 Not For Children Icon On White Background. Flat Style. STOP!.. Royalty Free  Cliparts, Vectors, And Stock Illustration. Image 135058673.Ekki er ráðlagt að fara með börn 6 ára og yngri að gosstöðvunum ef hætta er á gasmengun á gönguleið eða á útsýnisstað. Barnshafandi konur ættu líka að hafa þetta í huga.
Mælt er eindregið gegn því að taka hunda með á gossvæðið. Flúor og gasmengun sem er nokkur á svæðinu fer mjög illa í þá. Einnig fer mengun sem lagst hefur á jörðu illa með þófa.