Hálendisvegir eru lokaðir frá u.þ.b. september og þar til í júní/júlí. Ferðalög um hálendið á veturna eru því bara fyrir stærri og breytta jeppa og vant vélsleða, göngu- og skíðafólk.
Kannaðu vel svæðið sem þú ætlar að ferðast um og aðstæður þar. Veðurspá og veðurfar, snjóalög og snjóflóðahættu. Veður á hálendinu að vetrarlagi geta verið mjög slæm. Vertu viss um að þú getir tekist á við erfiðar aðstæður sem þú getur lent í.
Skildu alltaf eftir ferðaáætlun. Vertu vel útbúinn fyrir verstu vetraraðstæður og gerðu ráð fyrir að ferðin geti tekið mun lengri tíma en áætlað er. Snjóflóðaýlir, skófla og snjóflóðastöng ættu alltaf að vera með í öllum vetrarferðum.