112 Iceland Smáforritið

Snjallsímaforritið 112 ICELAND er afar einfalt i notkun og hefur tvennskonar virkni. Annarsvegar er hægt að kalla á aðstoð ef um slys eða óhapp er að ræða. Hinsvegar að skilja eftir sig „slóð“ en slíkt má nota ef óttast er um afdrif viðkomandi og leit þarf að fara fram.

Forritið leysir ekki af hólmi önnur öryggistæki eins og neyðarsenda og talstöðvar. Það er fyrst og fremst viðbót sem nýtist þeim sem nota snjallsíma. Ekki er þörf á gagnasambandi til að nota forritið. Hefðbundið GSM samband dugar.

112 ICELAND má nota bæði hérlendis og erlendis. Samskiptin eru þó alltaf við 112 á Íslandi en sértu erlendis hafa þeir samband við viðbragðsaðila í því landi sem þú ert í.

Sæktu forritið fyrir Android síma, Windows síma og iPhone.

Svona notar þú 112 ICELAND:

  • Skráðu upplýsingar – settu inn nafnið þitt ásamt nafni og símanúmeri nánasta aðstandenda.
  • Skildu eftir slóð – GPS staðsetning þín fer á 112 og eru eingöngu notaðar í neyð.
  • Neyð – ýttu á þennan hnapp til að kalla eftir aðstoð. Staðsetning þín fer á 112 og það opnast á símtal.

Valitor þróaði forritið í samvinnu við hugbúnaðarfyrirtækið Stokk en að verkefninu hafa einnig komið Neyðarlínan, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.