Akstur

Aðstæður til aksturs á Íslandi geta verið mjög misjafnar og oft er það veðráttan sem þar stýrir för.  Að mörgu þarf því að huga þegar ferðast er um landið.

  • Innan borga og bæja er algengur hámarkshraði 50 km/klst en einnig oft 30 km/klst í íbúðarhverfum
  • Meginregla í dreifbýli er að hámarkshraði sé 90 km/klst á malbikuðum vegum en 80 km/klst á malarvegum
  • Hægðu vel á þér þegar þú kemur að einbreiðri brú. Alvarleg slys eru algeng við þær aðstæður.
  • Hægðu vel á þér þegar þú ekur af malbiki yfir á malarveg. Margir missa stjórn á bílnum.