Akstur með ferðavagna

Akstur með ferðavagn aftan í bíl gerbreytir aksturseiginleikum bifreiðarinna og rétt er því að huga að nokkrum atriðum.

  • Ef ferðavagninn hindrar útsýn aftur fyrir bílinn þarf að nota auka spegla báðu megin á bifreiðina.
  • Hámarkshraði þegar ekið er með ferðavagn er 80 km/klst.
  • Sé ferðavagn þyngri en 750 kg. á hann að vera með bremsur.
  • Allir ferðavagnar eiga að vera með tengd ljós sem eru hliðstæð aftur- og hliðarljósum bifreiðarinnar.
  • Kannaðu vel veðurspá og þá sérstaklega vindaspá þegar ferðast er með ferðavagn.

Gasnotkun fylgir ferðalögum með ferðavagna og eindregið er því mælt með því að vera með gasskynjara í vagninum og prófa hann reglulega.

Samanlögð hámarkslengd bíls og ferðavagns má mest vera 18,5 metrar. Hámarksbreidd ferðavagns má vera 2,55m og ekki breiðari en 60 cm út fyrir bifreiðinna eða 30 cm hvoru megin.

Einnig má benda á að fari heildarþyngd ferðavagns og bifreiðar yfir 3,5 tonn þá þarf ökuskírteini að gilda í flokki B/E.