Vélhjól

Akstur á vélhjólum krefst þekkingar reynslu en vélhjól geta verið tví-, fjór- eða sexhjól. Sérstaklega þarf að hafa í huga að ökumenn þessara hjóla eru ekki eins vel varðir og ökumenn bifreiða og þurfa því að huga vel að fatnaði og öryggisbúnaði eins og brynjum.

Góð regla er að viðhafa þá reglu þegar ferðast er saman að hver ökumaður fylgist með og „ber ábyrgð“ á næsta manni fyrir aftan sig. Þannig má koma í veg fyrir að einhver týnist eða falli og það komi ekki í ljós fyrr en löngu síðar.

Hafðu eftirfarandi atriði í huga á þínum ferðalögum:

  • Vertu rétt útbúinn. Tillögu að búnaðarlista má finna hér.
  • Kannaðu veðurspá og skildu eftir ferðaáætlun hjá ábyrgum aðila og hér.
  • Vertu með fjarskiptatæki, nesti og aukafatnað.
  • Vertu með helstu varahluti og staðsetningarbúnað
  • Að aka vélhjólum er töluverð líkamleg áreynsla. Vertu í formi.
  • Góð og rétt dekk skipta miklu. Notaðu nagladekk á veturnar ef aðstæður eru þannig.

Athugið að oft geta vindhviður leikið ökumenn vélhjóla grátt. Farið sérstaklega varlega í nágrenni við fjöll.