Hálendið

Vegir á hálendi Íslands eru lokaðir meira og minna frá því í september ár hvert þar til í júní/júlí og því eru ferðalög um hálendið einungis fær stærri og betri jeppum, vélsleðum og auðvitað göngu eða skíðafólki.

Að vetrarlagi þarf að kynna sér vel aðstæður á svæðinu sem ferðast á um, athuga með snjóalög, snjófljóðahættu, veðurspá og annað sem hefur úrslitaatriði um hversu vel lukkað ferðalagið verður.

Mundu að veður á hálendi Íslands að vetralagi geta verið verri en þú hefur nokkru sinni upplifað áður og hafa komið mörgum ferðalanginum í opna skjöldu. Vertu því alltaf viss um að geta tekist á við þær aðstæður sem þú kannt að lenda í en það gerir þú meðal annars með eftirfarandi;

  • Kannaðu vel svæðið sem þú ætlar að ferðast um og aflaðu þér upplýsinga um aðstæður þar
  • Kynntu þér vel veðurspá bæði fram í tímann og afturábak
  • Vertu vel útbúinn miðað við vetraraðstæður og gerðu ráð fyrir því í skipulagningu að geta verið veðurtepptur
  • Hafðu hina heilaga þrenningu vetrarfjallamanns í huga, það er snjóflóðaýli, skóflu og snjóflóðastöng
  • En fyrst og síðast skaltu skilja eftir leiðaráætlun