Sprungukort

Ferðalög á jöklum eru ekki hættulaus enda þar á ferð síbreytilegt landslag auk þess sem veður geta orðið verri en víða annarsstaðar.

Hér eru kynnt kort sem sýna sprungusvæði á jöklum sem hafa verið kortlögð. Markmiðið með þeim er að auka öryggi ferðalanga á jöklum.

Þeir sem keypt hafa Íslandskort frá Garmin eða vilja kaupa geta sótt uppfærslu með sprungukortinu innbyggðu á www.garmin.is/kort.

Þeir sem eru með eldri útgáfur af kortum eða vija hafa sprungukortið sem glæru (e. layer) á tækinu sínu geta sótt sprungukortið neðar á síðunni.

Sprungukortið sem glæra hentar í nýrri útivistartæki og Nuvi tæki. Glærukortið virkar ekki með bátatækjum en Íslandskort 2012 með sprungukortinu innbyggðu virkar í nýrri bátatækjum, það er: GPSmap 420/421, 520/521, 525/526, 720, 4010 og öðrum tækjum sem hafa komið á markað eftir 2006. Eldri tæki eins og 182C, 172C, 292 og 276C hafa ekki verið prófuð að 182C undanskildnu og í því kom hættulegasta svæðið ekki í ljós heldur blandaðist við annað svæði. Verið er að vinna í lausn á því.


Kort Sækja PDF GPS (PC) GPS (MAC)
Jöklakort Joklakort ZIP (1,2mb)
Langjökull Langjökull
Suðurjöklar Suðurjöklar
Drangajökull Drangajökull
Vatnajökull Vatnajökull
Snæfellsjökull Snæfellsjökull
Hofsjökull Hofsjökull

 

Slysavarnafélagið Landsbjörg, Ráðhúsinu, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík Ísland safetravel@safetravel.is +354 570-5929