Þverun straumvatna

Að þvera straumvatn á Íslandi er eitthvað sem þarfnast undirbúnings, reynslu og þekkingar. Ekki þvera á nema þú sért viss um að vita hvað þú ert að gera.

 • Gott er að hafa í huga að ár eru oft vatnsminni fyrri hluta dags.
 • Gakktu aðeins upp og niður með ánni til að skima eftir hentuguvaði.
 • Sá staður sem jepparnir aka yfir er sjaldnast það vað sem hentar göngumönnum best.
 • Leitaðu að broti í ánni en það er staður í ánni þar sem hún hefur safnað undir sig möl og sandi þar sem straumurinn minnkar því hún
  breiðir úr sér. Brot eru því yfirleitt besti vaðstaðurinn sem þú finnur þó að áin sé breiðari.
 • Leysið ólar á bakpokanum og varist almennt að binda eitthvað fast þar sem það getur hindrað hreyfingar ef svo illa fer að einhver
  dettur.
 • Veldu ákveðinn stað neðar í ánni sem allir fara á ef svo illa vill til að einhver dettur. Sá hinn sami á þá að velta sér á bakið, hafa
  fætur á undan og busla sér á þann stað eða sem næst honum en þar mæta þá ferðafélagarnir honum til aðstoðar.

 

Á myndbandinu hér að neðan sérðu ágætis vinnubrögð við að vaða yfir á og þó hún sé í grynnri kantinum er engin áhætta tekin heldur er áin þveruð í hóp.