Austfirðir: Búast má við mikilli snjókomu og skafrenningi með þungri færð og lélegu skyggni til miðnættis, hviður allt að 45 m/s. Rigning og hlýnandi veður á fimmtudag með asahláku og vatnavöxtum. Miklar líkur á samgöngutruflunum.
Vegna mikillar snjóflóðahættu á Austulandi eru engin ferðaskilyrði þar. Íbúar og ferðamenn Neskaupsstaðar eru beðin um að halda sig heima. Hægt er að fylgjast með snjóflóðaspá hér: https://vedur.is/ofanflod/snjoflodaspa/
Mikil snjóflóðahætta (stig 4-5 af 5) er í fjalllendi á Austfjörðum og töluverð snjóflóðahætta (stig 3 af 5) er í fjalllendi á Vestfjörðum og Tröllaskaga. Útivistarfólk er beðið að fara varlega á ferðalögum til fjalla og forðast svæði þar sem snjóalög eru ótrygg.
Gríðarlega hættulegar aðstæður geta skapast við fossa og ár vegna mikillar hálku. Eins þarf að fara varlega við klettaveggi þar sem ís getur fallið. Nauðsynlegt er að vera með brodda og í góðum skóm.
Vegna hálku og hættu á grjóthrunu er stígurinn fyrir aftan Seljalandsfoss lokaður. Vinsamlegast virðið lokanir.
Engin vara fannst sem passar við valið