Um okkur

Safetravel upplýsir ferðamenn á Íslandi með mikilvægum hætti í þeim tilgangi að draga úr áhættusamri hegðun, auka slysavarnir og tryggja örugg og þægileg ferðalög. “

Safetravel er slysavarnarverkefni á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sem miðar að því að koma upplýsingum um öryggi á ferðalögum til ferðalanga á Íslandi. Öryggisupplýsingamistöðin var stofnuð árið 2015 og hefur verið í stöðugum vexti síðan. Þar er nú boðið upp á fjölbreytta þjónustu, m.a. upplýsingaskjáir, viðtöku og yfirferð ferðaáætlana, leigu á neyðarsendum (PLB tækjum) og margs konar uppfærðar upplýsingar um aðstæður til ferðalaga, allt á einum stað.

Að auki er ýmsar upplýsingar er varða öryggi ferðamanna á Íslandi að finna á samfélagsmiðlum Safetravel, Facebook, Instagram og Twitter. Viðvaranir varðandi öryggi eru uppfærðar daglega á íslensku, ensku, frönsku og þýsku. Þá geta ferðamenn talað beint við fulltrúa Safetravel á Bankastræti 2, á Skype eða í gegnum síma frá kl. 8:00-18:00 alla daga.