 |
Að vaða yfir á á Íslandi er eitthvað sem þarfnast reynslu og þekkingar. Ekki vaða yfir á nema þú sért alveg viss um að vita hvað þú ert að gera |
 |
Ár eru oft vatnsminni fyrrihluta dags. Leitaðu aðeins upp og niður með ánni eftir hentugu vaði. Það er ekki alltaf fyrsti staðurinn sem þú kemur á. Leitaðu að broti í ánni þar sem er minni straumur og áin breiðir úr sér. Það er yfirleitt besti vaðstaðurinn. Þar sem jeppar aka yfir er sjaldnast vað sem hentar göngufólki. |
 |
Leystu ólar á bakpokanum, hann þarf að vera laus ef þú dettur. Ef áin er djúp og straumhörð, krækið saman höndum og vaðið yfir með stuðningi af hvert öðru |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|