Fáðu aðvaranir í SMS

Gönguferðir gamalt

Rétt leiðarval, góð leiðaráætlun og réttur búnaður eru lykilþættir í velheppnaðri gönguferð.

Undirbúningur

  • Leiðarvalið verður að taka mið af göngumönnunum sjálfum, þeirra líkamsformi, reynslu og þekkingu í gönguferðum.
  • Áætlaðu þér ekki um of, gerðu ráð fyrir hæfilegum vegalengdum hvern dag.
  • Þrátt fyrir að gönguleið sé stikuð getur skyggni verið þannig að það sjáist ekki á milli stika og því þarf áttaviti og GPS að vera með í för og kunnátta til að nota slík tæki. Muna að taka með auka rafhlöður í GPS tækið!
  • Ferðaáætlun er mikilvægt hjálpartæki hvers göngumanns.
  • Ferðaáætlunin skal skilinn eftir hjá traustum aðila.

Í gönguferðinni

  • Fylgstu vel með ferðafélögum. Þreyta og ofkæling getur orðið á skömmum tíma.
  • Ef álagsmeiðsli byrja að myndast, stöðvaðu þá strax og gerðu að þeim.
  • Kannaðu veðurspá dagsins t.d. hjá land- eða skálavörðum.
  • Haltu þig við leiðaráætlunina sem útbúin var áður en þú lagðir af stað eða skráðu breytingar í gestabækur skála.
  • Hafðu það fyrir reglu að setja alltaf nafn þitt og dagsetningu í gestabók, öryggisins vegna.
  • Raðaðu rétt í bakpokann, hafðu þyngstu hlutina næst bakinu og gæta þess að pokinn sé alls ekki of þungur, ca 15 kg max.