Fáðu aðvaranir í SMS

Hestaferðir

Hestur og knapi eru ein heild, og ef hestur er vel taminn ættu viðbrögð hans að vera nokkuð fyrirsjáanleg.  Knapinn þarf að vita hvaða skilaboð hann og umhverfið gefur hestinum og vera vakandi yfir skilaboðum frá hestinum.

Hafðu eftirfarandi í huga:

  • Öryggisbúnaður þarf að uppfylla CE öryggisstaðla.
  • Reiðhjálmur er staðalbúnaður hestamannsins í reið og í umgengni við varasama hesta.
  • Það er afar mikilvægt að börn séu með hjálm sem passar vel.
  • Hjálmur sem hefur lent í höggi er ekki lengur öruggur og þarf að taka úr notkun.
  • Öryggissístöð eru hönnuð til að koma í veg fyrir að knapi festist í ístaðinu falli hann af baki og dragist með hestinum.
  • Endurskinsmerki og ljós eru nauðsynleg til að aðrir vegfarendur sjái knapa og hest.
  • Reiðtygi, þurfa að henta bæði hestinum og knapanum.
  • Nota skal þó reiðvegi þar sem að þeir eru fyrir hendi.  Hestamenn mega ekki ríða eftir gangstéttum eða merktum göngustígum.