Fáðu aðvaranir í SMS

Jöklaferðir

Á jöklum geta aðstæður verið mjög erfiðar og á mjög skammri stundu geta skollið á aftakaveður.

Alltaf skal því kynna sér vel veðurspá svo og aðstæður á svæðinu áður en lagt er af stað.

Undirbúningur

 • Góður undirbúningar og vandvirkni við leiðarval minnkar áhættu á óhöppum.
 • Ekki er hægt að ganga út frá því vísu að leiðin frá því á síðasta ári eða jafnvel frá síðustu viku sé örugg.
 • Sprungur geta opnast, snjóbrýr geta fallið og úrkoma getur breytt svæðinu á stuttum tíma.
 • Kannaðu hjá staðkunnugum hvernig aðstæður (snjóalög, hiti, úrkoma, vindur) á jökli séu og hafa verið.
 • Staðsetningartæki (GPS) er skyldubúnaður í jöklaferð og að það sé búið að setja leiðina í tækið.
 • Liggðu yfir veðurspám og kannaðu hvernig útlitið er, skoðaðu sérstaklega úrkomu- og vindaspár og mundu að þó veður sé þokkalegt á
  láglendi getur það verið mun verra veður uppi á jökli.
 • Skildu eftir ferðaáætlun hjá ábyrgum aðila.

Í ferðinni

 • Fylgdu alltaf fyrirfram ákveðinni leið þótt auðvitað megi alltaf búast við að bregða þurfi örlítið út af leið til dæmis vegna
  sprungusvæða.
 • Þurfi nauðsynlega að ferðast nálægt eða yfir sprungusvæði skulu allir vera í beltum og bundnir í línu.
 • Ef þú ert í vafa hvort um sprungusvæði sé að ræða skaltu haga þér eins og svo sé.
 • Sólgleraugu skal hafa með og nota, snjóblinda á miðjum jökli er ekki æskileg. Gerið einnig ráðstafanir gegn sólbruna.