Siðusta áratuginn hafa vinsældir kajaksportsins aukist með hverju árinu, hvort sem um er að ræða sjókajak eða straumvatnskajak enda
hvorutveggja ögrandi og skemmtileg leið til að kynnast náttúru og reyna á sig í leiðinni. Hvorutveggja krefst ákveðinn lágmarksþekkingar sem hægt er að sækja á námskeiðum sem kajakklúbbar standa fyrir.
Fatnaður
- Góður nærfatnaður sem heldur hita þó hann sé blautur
- Vatnsheldur fatnaður (kajakfatnaður) með lokun við úlnliði, háls og á leggjum
- Björgunarvesti er skilyrði
Sjókajak
Þegar ferð á sjókajak er skipulögð gildir hið sama og með aðrar ferðir, það er að góð leiðaráætlun liggi fyrir hjá einhverjum sem eftir
verður. Þar þarf að koma fram hvert skal halda, vegalengdir og gististaðir.
- Kynntu þér vel veður- og ölduspá á þeirri leið sem þú ætlar að fara
- Kynntu þér hvernig straumar og rastir eru á svæðinu
- GPS tæki og fjarskiptatæki þurfa að vera með í för og í vatnsheldum pokum
Síðast en ekki síst þurfa sjókajakræðarar að kunna að koma sér úr bátnum ef honum hvolfir eða þaðsem betra er að kunna kajakveltuna og geta þá velt sér við. Eins og í öllum ferðalögum er góður og reynslumikill ferðafélagi gulls ígildi.
Straumvatnskajak
Skipulagning ferðalaga á straumvatnskajak lýtur aðeins öðruvísi lögmálum. Þar skiptir miklu máli að sá hópur sem ferðast saman sé það
vanur að allir geti brugðist við ef óhapp verður.
- Miðaðu alltaf ferðina við getu þess reynsluminnsta
- Kynntu þér flúðir, svelgi, rastir, fossa og annað sem hefur áhrif á öryggi ræðara
- Hafðu með kastlínu, sjúkratösku og fjarskiptatæki
Að lokum má minna á að vanda vel frágang á bátum á kerru eða þaki
bíls en ekki bara geta bátar skemmst ef þeir fjúka heldur einnig valdið
alvarlegum slysum.