Enginn skyldi kafa án þess að hafa lokið tilheyrandi námskeiðum eða undir leiðsögn reynds köfunarkennara. Hvort sem kafað er í vatni eða sjó þá er hitastigið frekar lágt eða á bilinu 2-8°C svo alltaf þarf heilgalla til köfunar og viðeigandi búnað og öryggisráðstafanir.
- Aldrei skal kafa einn heldur skulu kafarar a.m.k vera tveir saman
- Best er að hafa öryggismann í landi og það helst kafara til að geta brugðist við ef eitthvað fer úrskeiðis
- Straumar við strendur Íslands eru kröftugir og geta hrifið kafara með sér
- Hringdu í 112 ef óhapp ber að höndum