Skotveiði

Skotveiði lýtur að mörgu leyti sömu lögmálum og önnur almenn útivist nema hvað að við bætist ábyrg hegðun vegna skotvopna.

Rjúpnaveiðmenn þurfa að kynna sér vel þau svæði sem ganga á til rjúpna á og ekki síst þá veðurspá og aðstæður síðustu daga á svæðinu þar sem snjóflóðahætta leynist víða til fjalla.

Hafðu því eftirfarandi alltaf í huga:
  • Kannaðu vel aðstæður á veiðisvæðinu og fylgstu með veðurspá.
  • Hafðu í huga að á veturnar til fjalla er oft snjóflóðahætta. Haltu þig við flatari svæði
  • Farðu aldrei einn til veiða og sýndu aðgát ef margir eru við veiðar á svæðinu.
  • Vertu með kort, áttavita og GPS tæki (nóg af auka rafhlöðum) og vertu viss um að þú kunnir að nota.
  • Vertu með 112 Iceland appið í símanum þínum
  • Vertu rétt klæddur, nýttu þér útbúnaðarlista og vertu með aukafatnað og nesti. Lagskiptur fatnaður getur skipt sköpum.
  • Skildu eftir ferðaáætlun hjá einhverjum sem brugðist við ef á þarf að halda t.d. hér á Safetravel.is
  • Vertu með réttan öryggisbúnað s.s. síma (ásamt hleðslubanka fyrir hann eða auka rafhlöðu), neyðarblys, sjúkratösku og annað sem þarf.
  • Veiðitímabilið er takmarkað. Láttu ekki áhuga eða þrýsting ýta þér út í veður eða aðstæður sem gætu skapað þér hættu eingöngu vegna þess að tímabilið er stutt eða því er að ljúka.
  • Kynntu þér siðareglur skotveiðimanna og umgengni um skotvopn t.d. á heimasíðu Skotvís