![]() |
Rétt leiðarval, góð áætlun og réttur búnaður eru lykilþættir í vel heppnaðri gönguferð. Leiðarval skal taka mið af göngufólki, líkamsformi þeirra, reynslu og þekkingu á gönguferðum. Skiljið ferðaáætlun eftir hjá traustum aðila. Haltu þig við ferðaáætlunina, ef þarf að breyta, láttu þá vita af því. Ef gestabók er í skála þar sem þú kemur við, kvittaðu í hana. |
![]() |
Þrátt fyrir stikaða gönguleið getur skyggni orðið mjög slæmt. Nauðsynlegt að hafa með GPS og áttavita og kunna að nota þessi áhöld. |
![]() |
Fylgstu vel með ferðafélögum. Þreyta og ofkæling er fljót að koma. Gera strax að álagsmeiðslum eins og blöðrumyndun. |
![]() |
Kannaðu veðurspá daglega, t.d. hjá landvörðum eða skálavörðum og spurðu þá hvort eitthvað sérstakt sé við aðstæður. |