Hálendisakstur

Akstur á hálendi Íslands getur verið krefjandi. Landslagið er oft stórfenglegt, veður breytist hratt, þröngir vegir, blindbeygjur og blindhæðir.

Akstur á hálendisvegum (F-vegum) er allt öðruvísi en annar akstur. Aðstæður breytast hratt, það eru óbrúaðar ár sem þarf að fara yfir, vegirnir eru grófir og mikilvægt er að keyra varlega.  

Það henta ekki allir fjórhjóladrifsbílar til aksturs á hálendinu! Sumir hálendisvegir eru í lagi fyrir Dacia Duster (eða álíka), fyrir aðra þarftu Toyota Landcruiser (eða svipaðan/stærri) og svo fyrir enn aðra þarftu breyttan jeppa á stórum dekkjum.

Taktu eftir því að engin trygging bætir tjón á ökutæki þegar farið er yfir á!

Það fyrsta sem þarf að athuga: ef F-vegir á svæðinu eru opnir. Sjá hér: https://umferdin.is/
Þeir eru venjulega lokaðir um miðjan september fram í júní/júlí. Á því tímabili eru vegirnir lokaðir/ófærir fyrir alla sem ekki eru á breyttu ökutæki (ofurjeppa) og ef þú vilt komast þangað þarftu að bóka breytt ökutæki með reyndum ökumanni. 

Crossing a tourist jeep car across a mountain river on the road. Stormy mountain river flows from glaciers in Iceland

Fáðu allar upplýsingar sem þú getur um svæðið sem þú ætlar að ferðast um,t.d. frá Safetravel, upplýsingamiðstöðvum á svæðinu, landvörðum og skálavörðum. 

Utanvegaakstur er stranglega bannaður. Hálendisvegir og malarvegir eru ekki utanvegaakstur, heldur þegar ekið er út fyrir þá.