Viðeigandi fatnaður

Réttur búnaður mun skipta miklu

Samsetning vinds, rigningar og kulda er oft vanmetin og hættan á ofkælingu er raunveruleg, jafnvel á sumrin. Ull og gerviefni eru best úti, engin bómull.

Við undirbúning fyrir útivist á Ísland mælum við með því að ef þú hefur spurningar um hvað eigi að hafa með í ferðina, að hafa samband við okkur í netfang safetravel@safetravel.is 
Ef þig vantar búnað og vilt leigja, kíktu á þetta: www.iceland-camping-equipment.com   

Búðu til búnðarlista
með góðum fyrirvara

Mikilvægt er að prófa búnaðinn áður en hann er notaður, sérstaklega ef hann er nýr.

Ysta lag: Vind- og vatnshelt  
Mið einangrunarlag: ull eða flís, gervi eða dúnn 
Innsta lag: þunn ull eða gerviefni, það er mikilvægt
að nota ekki bómull
Hlýir vettlingar og húfa er nauðsyn
það getur orðið kalt á Íslandi, jafnvel á sumrin
Gakktu úr skugga um að þú sért með hlýja og vatnshelda skó
og sokka úr ull eða gerviefnum.
Gakktu úr skugga um að þú hafir vatnshelda bakpoka
og geymdu aukafatnað í vatnsheldum pokum
Samskipti og rötun
Íhugaðu að nota SafeTravel appið og athugaðu hvaða samskiptaform er í boði. Ef farið er inn á hálendið,
íhuga leigja PLB.