1. Öllum farþegum er skylt að nota öryggisbelti á hverjum tíma
Þetta á einnig við um aftursætið þar sem þau eru ekki öruggari en framsætin.
2. Ekkert stoppað á miðjum eða í vegkanti fyrir myndir
Finndu öruggan stað til að stoppa. Mörg slys hafa orðið þegar ferðamenn stoppa á óöruggum stað til að virða fyrir sér útsýnið eða taka myndir.
3. Veldu hraða þinn í samræmi við aðstæður veður og vegur
Hámarkshraði á við bestu aðstæður og á veturna eru aðstæður sjaldan svo góðar að hægt sé að aka eftir hámarkshraða.
4. Hægðu á bílnum þegar þú nálgast malarveg.
Dekkin missa grip þegar farið er af bundnu slitlagi yfir á malarveg. Að hægja ekki á sér getur valdið því að þú missir stjórn á bílnum.
5. Virða lokun vega fyrir eigin öryggi
„Lokað“ þýðir lokað. Við lokum ekki vegum nema brýna nauðsyn beri til.
6. Áskilið er að ljósin á bílnum séu á á öllum tímum
Allt árið um kring þarftu aðalljósin „Auto“ stilling á ljósunum er ekki nóg.
7. Athugaðu veður og færð á morgnana og nokkrum sinnum yfir daginn
Þetta er sérstaklega mikilvægt á veturna því veðrið breytist mjög hratt.
8. Stöðva fyrir umferð á móti á einbreiðum brúm
Hámarkshraði er 50 km/klst og bíllinn sem kemur fyrstur hefur forgöngurétt. Hægðu á bílnum þegar þú nálgast einbreiðar brýr.
9. Það er ólöglegt að nota símann eða spjaldtölvuna við akstur
Vertu klár, vertu öruggur, taktu eftir akstrinum. Þú getur fengið háar sektir.
10. Ekki keyra þegar þú ert þreytt/ur.
Skiptu um ökumann eða stoppaðu í 15 mínútur og skipuleggðu ekki langa daga.
11. Börn undir 135 cm eru samkvæmt lögum skylt að nota bílstóla.
Gakktu úr skugga um að bílstóllinn sé réttur miðað við aldur þeirra.
12. Akstur utan vega er stranglega bannaður
F-vegir og malarvegir eru ekki utanvegaakstur,
þegar þú keyrir af þeim er það.