Ábending 1
Ökumaður og farþegar þurfa að vera í öryggisbeltum. Þetta á einnig við um aftursætið þar sem þau eru ekki öruggari en framsætin.
Ábending 2
Ekki stöðva bílinn á miðjum vegi eða í vegkantinum. Finndu öruggan stað til að stoppa. Mörg slys hafa orðið þegar erlendir ferðamenn stoppa á óöruggum stað til að virða fyrir sér útsýnið eða taka myndir.
Ábending 3
Aktu á hraða miðað við aðstæður hverju sinni. Hámarkshraði á við bestu aðstæður og á veturna eru aðstæður sjaldan svo góðar að hægt sé að aka eftir hámarkshraða.
Ábending 4
Hægðu á bílnum þegar þú nálgast malarveg. Dekkin missa grip þegar farið er af bundnu slitlagi yfir á malarveg. Að hægja ekki á sér getur valdið því að þú missir stjórn á bílnum.
Ábending 5
Virtu lokanir vega fyrir þitt eigið öryggi. Lokað þýðir lokað! Við lokum ekki vegum nema þess sé þörf.
Ábending 6
Aðalljós á bílnum eiga alltaf að vera kveikt - allt árið um kring. „Sjálfvirk“ stilling á ljósunum er ekki nóg.
Ábending 7
Athugaðu veður og færð áður en þú ekur af stað að morgnu, og jafnvel nokkrum sinnum yfir daginn. Þetta er sérstaklega mikilvægt á veturna því veðrið breytist mjög hratt.
Ábending 8
Stöðva fyrir umferð sem kemur á móti á einbreiðum brúm. Hámarkshraði er 50 km/klst og bíllinn sem kemur fyrstur hefur forgöngurétt. Hægðu á bílnum þegar þú nálgast einbreiðar brýr.
Ábending 9
Ekki nota símann eða spjaldtölvuna við akstur. Vertu snjall undir stýri. Háar sektir eru við því að nota símann við akstur.
Ábending 10
Ekki keyra þegar þú ert þreytt/ur. Skiptu um ökumann, stoppaðu í 15 mínútur og skipuleggðu aksturinn þannig að hann verði ekki of mikill á hverjum degi.
Ábending 11
Börnum undir 135 cm er samkvæmt lögum skylt að nota bílstóla. Bílstóllinn ætti að vera sá rétti miðað við aldur þeirra.
Ábending 12
Utanvegaakstur er stranglega bannaður.
F-vegir og malarvegir eru ekki utanvegaakstur,
þegar þú keyrir af þeim er það.