Hjólreiðar

að uppgötva Ísland á hjóli

Val á hjóli er mjög mikilvægt. Hálfdempað eða fulldempað fjallahjól er besti kosturinn þegar hjólað er um hálendið eða önnur dreifbýli. 

Fylgdu vegum, slóðum eða hjólastígum. Hjól geta skemmt náttúruna mikið þegar þau eru ekki á göngustígum o.s.frv. Gættu náttúrunnar og vertu góð fyrirmynd fyrir aðra. Ef eitthvað virðist vera erfitt og hættulegt, þá er það líklegast. 

Á Íslandi eru mjög fáir sérstakir hjólastígar. Þú verður því að mestu leyti að hjóla á bundnu slitlagi, á malarvegi eða á stígum með allskonar undirlagi.

Umferðarmerki

Það er líka mjög mikilvægt að þekkja vegmerkin

Gerðu ferðaáætlun

Eitt það mikilvægasta fyrir þá sem ferðast í óbyggðum er að láta traustan aðila vita af ferðum sínum.

Aðstæður til ferðalaga
veður, færð o.fl.