Eldgos og jarðskjálftar á Reykjanesskaga

Gosstöðvar norðan Grindavíkur

júní 2024: Áframhaldandi eldgos norður af Grindavík. Svæðið er lokað og Grindavíkurbyggð líka. Vinsamlegast virðið lokunirnar og haldið ykkur frá svæðinu!

Nánari upplýsingar um gosstöðvarnar má finna á þessari síðu.

Fagradalsfjall / Geldingadalir

júní 2024: P2 bílastæði eru aðgengileg og opin um veg 427 frá austri. Vertu á gönguleiðum til að vernda náttúruna og fyrir öryggi þitt. Sprungur geta leynst undir mosa, öðrum gróðri eða jarðvegi. Notið góða gönguskó og hlý föt, takið með vind- og vatnshelt ytra lag. Takið með vatn eða annan drykk og eitthvað að borða. Gakktu úr skugga um að rafhlaðan símans sé fullhlaðin. Gangið ekki frá þessu svæði að gosstöðvum norðan Grindavíkur, þar eru engir slóðar og ótryggt til gönguferða á svæðinu.
Fyrir frekari upplýsingar um gönguleiðir og svæðið, sjá hér.

Sendu inn ferðaáætlun

Eitt það mikilvægasta fyrir þá sem ferðast í óbyggðum er að láta traustan aðila vita af ferðum sínum.