Vetur á Íslandi

Akstur að vetri til á Íslandi getur verið varhugaverður vegna slæmra veðurskilyrða og vondrar færðar á vegum. Fylgstu með færð á vegum, notaðu vetrardekk, aktu miðað við aðstæður og vertu með hlý föt í bílnum til að ferðin verði sem öruggust.

Vetrarakstur á Íslandi getur verið krefjandi svo það er mikilvægt að búa sig undir ferðina. Áður en lagt er af stað athugaðu hvort ljós, bremsur og vél séu í góðu ástandi. 

Ráðlagður búnaður fyrir vetrarakstur á Íslandi: 

  • Vetrardekk – það er oft hálka, ísing eða snjóþekja á vegum 
  • Rúðuskafa – þú þarft að skafa ís og snjó af öllum rúðum og speglum áður en þú ekur af stað 
  • Skófla - ef þú festist í snjónum geturðu mokað bílinn lausan 
  • Höfuðljós eða vasaljós - vegna takmarkaðrar birtu á veturna er gott að hafa ljós með í neyðartilvikum 
  • Auka teppi / hlý föt og eitthvað að borða og drekka - ef þú festist gætirðu þurft að bíða í nokkurn tíma áður en vegir eru hreinsaðir og veðrið lægir 
  • Farsími með netgenginug - að athuga færð á vegum á www.umferdin.is reglulega getur komið í veg fyrir að lenda í vandræðum 

Ábendingar um vetrarakstur og ferðalög á Íslandi: 

  • Vertu sveigjanleg/ur í skipulagningu vegna þess að veður og færð geta oft neytt þig til að breyta áætlunum þínum 
  • Ef þú ætlar að keyra mikið í vetrarferðinni gætirðu viljað fá þér fjórhjóladrifsbíl sem myndi veita meira öryggi við vetraraðstæður – en taktu eftir því að suma daga geta veður og aðstæður verið of slæmar - jafnvel þó þú sért á fjórhjóladrifsbíl 
  • Ófær vegur þýðir enginn akstur - sama hvort þú ert á fjórhjóladrifsbíl eða ekki 
  • Lokaður vegur þýðir LOKAÐ! Enginn akstur! 
  • Athugið að húsbílar taka á sig mikinn vind og þar af leiðandi mjög viðkvæmir í stormi, sem eru mjög algengt á Íslandi á veturna 
  • Alls konar óhöpp geta komið fyrir (sandstormur, ísing, árekstrar osfrv.) svo það er gott að kaupa bestu tryggingar sem þú hefur efni á fyrir bílinn þinn. 
  • Passaðu þig á bílhurðum í vindi - þær geta auðveldlega fokið upp og skemmst svo þú verður að halda vel í þær þegar þú ferð út úr bílnum! 

Slys geta samt komið fyrir hjá vel undirbúnum ökumönnum. Kynntu þér veður og akstursskilyrði og sættu þig við að stundum eru aðstæður ekki í lagi til að ferðast. 

Viltu vita meira? Samgöngustofur hafa þetta að segja þér frá vetrarakstur á Íslandi.

Hvað veist þú um
akstur á íslenskum vetri?

Aðstæður á Íslandi eru óvenjulegar.
Komum heil heim.