![]() |
Það á alltaf að vera með hina heilögu þrenningu: snjóflóðaýli, skóflu og snjóflóðastöng. Með þekkingu og skynsamri hegðun má lágmarka ferðir um snjóflóðasvæði, vísbending um hættu er t.d.: Þar sem skafrenningur safnast fyrir í bratta er snjóflóðahætta, helst í 30-55 gráðu halla. Nýfallin snjór er skýrt dæmi um yfirvofandi hættu, skafrenningur eða mikil ofankoma. Vindfleki og merki um að flekinn sé ótraustur undirlaginu; holahljóð, brestir eða sprungur. Snögg hækkun hitastigs, hiti yfir frostmarki, rigning, snjóboltar sem rúlla. |
![]() |
Leiðarval skiptir miklu máli þegar forðast á snjóflóðahættusvæði. Meginreglan er að dalbotninn er öruggastur. Ef nauðsynlegt er að fara yfir hættusvæði skal fara mjög varlega og bara einn fer yfir í einu. |
![]() |
Ef einhver lendir í flóði: Meta snögglega frekari snjóflóðahættu. Senda strax boð um aðstoð. Hefja strax leit með snjóflóðaýli. Ef það er ekki ýlir þá merkja staðinn þar sem viðkomandi sást síðast og þar sem hann lenti í flóðinu. Byrjið á að leita í yfirborðinu og merkið alla staði þar sem hlutir finnast. Líklegustu staðir til að finna viðkomandi eru í tungu flóðsins, í beygjum og við stóra steina. |