Ferðalög á jöklum eru ekki hættulaus enda þar á ferð síbreytilegt landslag auk þess sem veður geta orðið verri en víða annarsstaðar.
Samhliða sprungukortunum hafa verið gefnir út leiðarpunktar á jöklum fyrir akandi umferð. Þá má nálgast hér fyrir Garmin og á gpx formi.
Til þess að átta sig á þessum punktum er mikilvægt að ná í og lesa leiðbeiningarnar sem nálgast má hér.
Hér eru kynnt kort sem sýna sprungusvæði á jöklum sem hafa verið kortlögð. Markmiðið með þeim er að auka öryggi ferðalanga á jöklum.
Þeir sem keypt hafa Íslandskort frá Garmin eða vilja kaupa geta sótt uppfærslu með sprungukortinu innbyggðu á www.garmin.is/kort.
Þeir sem eru með eldri útgáfur af kortum eða vija hafa sprungukortið sem glæru (e. layer) á tækinu sínu geta sótt sprungukortið neðar á síðunni.
Sprungukortið sem glæra hentar í nýrri útivistartæki og Nuvi tæki. Glærukortið virkar ekki með bátatækjum en Íslandskort 2012 með sprungukortinu innbyggðu virkar í nýrri bátatækjum, það er: GPSmap 420/421, 520/521, 525/526, 720, 4010 og öðrum tækjum sem hafa komið á markað eftir 2006. Eldri tæki eins og 182C, 172C, 292 og 276C hafa ekki verið prófuð að 182C undanskildnu og í því kom hættulegasta svæðið ekki í ljós heldur blandaðist við annað svæði. Verið er að vinna í lausn á því.
Kort | Sækja PDF | GPS (PC) | GPS (MAC) | |
---|---|---|---|---|
Jöklakort | Joklakort | ZIP (1,2mb) | ||
Langjökull | Langjökull | – | – | |
Suðurjöklar | Suðurjöklar | – | – | |
Drangajökull | Drangajökull | – | – | |
Vatnajökull | Vatnajökull | – | – | |
Snæfellsjökull | Snæfellsjökull | – | – | |
Hofsjökull | Hofsjökull | – | – | |
– | – |