Fáðu aðvaranir í SMS

Sprungukort

14. desember 2021:

ATH! Tilkynning vegna myndunar á sigkatli og sigdældar austur af Grímsfjalli – leið úr austri að skálum á Grímsfjalli er hættuleg! Þetta þarf að hafa í huga næsta árið.

Ef ferðafólk ætlar að skálum á Grímsfjalli, þá er ráðlagt að sækja að þeim úr vestri.  Ef halda á áfram austur yfir Vatnajökul frá Grímsfjalli þá er ráðlagt að fara sömu leið til baka í vestur og fara svo norður fyrir Grímsvötn.  Eins skal fara norður fyrir Grímsvötn ef komið er úr austri og sækja að skálum úr vestri.

Hér fyrir neðan má finna sprungukort yfir helstu jökla á Íslandi.  Þau voru gerð til þess að auka öryggi ferðafólks á jöklum.  Samhliða útgáfu kortanna voru gefnir út leiðarpunktar fyrir algengustu leiðir á jöklum fyrir akandi umferð.  Í kjölfar jökulhlaups úr Grímsvötnum mynduðust sigketill og sigdæld austur af Grímsfjalli og eru hættulegar sprungur sem umlykja þessar myndanir.  Í ljósi þessa, þá er varað við að fara leið austur af Grímsfjalli og eftirtaldar leiðir eru ófærar:

  1. Leið frá Grímsfjalli austanmegin. Leiðarpunktar:  A2 og V-UF
  2. Leið frá Grímsfjalli niður í Grímsvötn. Leiðarpunktar V-GVGF-04, V-GVGF-03, V-GVGF-02 og V-GVGF-01. 
  3. Ófært er niður í Grímsvötn vegna sprungna úr öllum áttum.

Ef farið er frá Jökulheimum (leið með punktum V-JHGF-XX) eða frá Grímsfjalli og haldið er í Kverkfjöll eða austur Vatnajökul, þá er mælt með því að fara sömu leið frá Grímsfjalli í vestur að punkti V-JHGF-08 og hjáleið sem liggur norður fyrir GV og er með leiðarpunkta:

V-JHAU-1 N64° 26.800′ W17° 29.000′

V-JHAU-2 N64° 29.900′ W17° 23.600′

V-JHAU-3 N64° 27.000′ W17° 06.700′

Þegar komið er í V-JHAU-3 er hægt að fara inná Kverkfjallaleið í punkt V-KFGF-07 eða austur Vatnajökul um punkt V-NL.

Hér eru nýjar skrár fyrir Vatnajökul: fyrir Garmin og á gpx formi

Mynd fyrir neðan: Vestanverður Vatnajökull.  Punktar sýna þekktar ferðaleiðir á Vatnajökli.  Bláu flöggin eru hjáleið sem lögð er til hér að ofan.

Ferðalög á jöklum eru ekki hættulaus enda þar á ferð síbreytilegt landslag auk þess sem veður geta orðið verri en víða annarsstaðar.

Samhliða sprungukortunum hafa verið gefnir út leiðarpunktar á jöklum fyrir akandi umferð. Þá má nálgast hér fyrir Garmin og á gpx formi.

Til þess að átta sig á þessum punktum er mikilvægt að ná í og lesa leiðbeiningarnar sem nálgast má hér.

Hér eru kynnt kort sem sýna sprungusvæði á jöklum sem hafa verið kortlögð. Markmiðið með þeim er að auka öryggi ferðalanga á jöklum.

Þeir sem keypt hafa Íslandskort frá Garmin eða vilja kaupa geta sótt uppfærslu með sprungukortinu innbyggðu á www.garmin.is/kort.

Þeir sem eru með eldri útgáfur af kortum eða vija hafa sprungukortið sem glæru (e. layer) á tækinu sínu geta sótt sprungukortið neðar á síðunni.

Sprungukortið sem glæra hentar í nýrri útivistartæki og Nuvi tæki. Glærukortið virkar ekki með bátatækjum en Íslandskort 2012 með sprungukortinu innbyggðu virkar í nýrri bátatækjum, það er: GPSmap 420/421, 520/521, 525/526, 720, 4010 og öðrum tækjum sem hafa komið á markað eftir 2006. Eldri tæki eins og 182C, 172C, 292 og 276C hafa ekki verið prófuð að 182C undanskildnu og í því kom hættulegasta svæðið ekki í ljós heldur blandaðist við annað svæði. Verið er að vinna í lausn á því.


Kort Sækja PDF GPS (PC) GPS (MAC)
Jöklakort Joklakort ZIP (1,2mb)
Langjökull Langjökull
Suðurjöklar Suðurjöklar
Drangajökull Drangajökull
Vatnajökull Vatnajökull
Snæfellsjökull Snæfellsjökull
Hofsjökull Hofsjökull