Akstur á hálendisvegum (F-vegum) er allt öðruvísi en annar akstur. Aðstæður breytast hratt, það eru óbrúaðar ár sem þarf að fara yfir, vegirnir eru grófir og mikilvægt er að keyra varlega.
Það henta ekki allir fjórhjóladrifsbílar til aksturs á hálendinu! Sumir hálendisvegir eru færir fyrir lægri fjórhjóladrifsbíla (slyddujeppa), en ekki endilega hollir fyrir bílinn. Flestir F-vegir eru þannig að þörf er á hærri jeppum eins og Landcruiser eða svipaða. Og í sumum tilfellum þarf jafnvel breytta jeppa.
Taktu eftir því að engin trygging bætir skemmdir á ökutæki þegar farið er yfir á!
- Áhættan er alltaf þín, skemmdir hlaupa fljótt upp í mjög háar upphæðir.
- Straumur og dýpi ánna eru stöðugt að breytast og ár verða oft ófærar.
- Ef þú ert ekki viss um hvernig þú átt að fara yfir þá ekki gera það, snúðu við eða þú gætir hugsanlega beðið eftir öðrum ferðamönnum.
- Skipuleggðu leiðina sem þú ætlar að fara áður en þú ferð í vatnið og keyrðu mjög hægt í lægsta gír og lága drifinu (ef það er til staðar) – ekki skipta um gír á meðan þú ert í ánni!
- Reyndu alltaf að fara niður strauminn þar sem að fara á móti straumnum mun bæði auka hættuna á því að vatn fari inn á vélina og einnig meiri líkur á að festast í ánni vegna straumþungans.
- Reyndu að sjá hvar slóðin kemur upp úr ánni hinum megin og vera á varðbergi vegna stórra steina sem gætu leynst undir yfirborðinu.
Það fyrsta sem þarf að athuga: ef F-vegir á svæðinu eru opnir. Sjá hér: https://umferdin.is/
Þeir eru venjulega aðeins opnir frá miðjum júní fram í miðjan september. Á vetrum, frá janúar fram í mars/ apríl eru hugsanlegt að ferðast um hálendið á mikið breyttum jeppum. En það krefst bæði reynslu og þekkingar á hálendinu. Mælum með að afla upplýsinga hjá 4x4 klúbbnum til að skipuleggja slík ferðalög.
Náðu í allar upplýsingar sem þú getur um svæðið sem þú ætlar að ferðast um,t.d. frá ferðaklúbbum, Safetravel, upplýsingamiðstöðvum, landvörðum, skálavörðum og ekki gleyma að skoða veðurspár.
Utanvegaakstur er stranglega bannaður. Pössum upp á viðkvæma náttúru. Höldum okkur á vegum og merktum slóðum.