Að gista í tjaldi

Nokkur ráð fyrir góða útilegu

Að gista í tjaldi býður upp á mikið frelsi til ferðalaga, en án undirbúnings getur slíkt ferðalag endað illa. 

  • Tjaldútilegur á Íslandi. Íslenska veðrið getur leikið tjaldbúa grátt. Skoðið vel veðurspár til að fyrsta útilegan sé ekki í roki og rigningu fjarri heimili og öryggi. 
  • Jafnvel á sumrin ætti að nota 3ja árstíða tjald á Íslandi. Það þarf sterkt tjald sem þolir vindhviður. Við mælum með því að taka með sér auka "sterka" tjaldhæla til að festa tjaldið sem best í miklum vindi. Ef þú ferð í gönguferð með allt á bakinu er gott ráð að deila tjaldi með öðrum svo þið getið deilt byrðum á milli ykkar. 
  • Það er freistandi að tjalda hvar sem er á Íslandi í fallegri náttúru en athugið að það er ekki leyfilegt að tjalda hvar sem er.  
  • Að gista í tjaldi eða húsbíl/tjaldvagni er bundið við tjaldsvæði eða land í einkaeigu með leyfi landeiganda. Eina undantekningin er að setja upp tjald í óræktuðu landi í eina nótt ef ekki er tjaldstæði í nágrenninu og þú ert á hjóli eða í gönguferð.  
  • Æfðu þig í að tjalda áður en þú ferð af stað og vertu viss um að kunna á búnaðinn sem þú ert með. Ef þú ert ekki í æfingu með tjaldið getur verið erfitt að setja upp í slæmu veðri. 
  • Mikilvægt er að allur búnaður sé miðaður við aðstæður hverju sinni. 

Tjaldað á sumrin

Sumarið er algengasta og þægilegasta útilegutímabilið en hafðu eftirfarandi í huga:

Group of people camping with several green tents in a meadow next to a waterfall in beautiful Iceland
  • Sumar á Íslandi þýðir ekki endilega blíðskaparveður. Það er oft hvasst og kalt, rigning og jafnvel snjókoma.
  • Þeir sem eru viðkvæmir fyrir björtum sumarnóttum ættu að taka með sér augnhvílu í tjaldið.
  • Farið varlega með eld og prímusa. Oft þarf lítið til að kvikni í gróðri.

Tjaldað á veturna

Veturinn býður upp á sínar einstöku áskoranir fyrir útilegur, en með réttum íhugun getur það verið óvenjuleg upplifun. Hér eru nokkur lykilatriði til að hafa í huga:

  • Í skammdeginu er mikilvægt að hafa með sér höfuðljós og auka rafhlöður. 
  • Vertu með tjald sem þolir mikinn vind og snjó (helst fjögurra árstíða tjald), auka hæla og súlur/stangir. 
  • Gott er að svefnpokinn sé með þægindastig upp á -10°C, tjalddýnu með R-gildi upp á að minnsta kosti 5 til að einangra -almennilega frá kuldanum í jörðinni og bensínprímus sem gengur fyrir hreinsuðu bensíni. Það er betra á veturna en gas.  
  • Vertu viss um að kunna á prímusinn og annan búnað áður en þú ferð.  
  • Hafðu í huga að allt sem er skilið eftir fyrir utan tjaldið (skór, matur osfrv.) getur frosið og jafnvel inni í tjaldinu líka. 
  • Skildu eftir ferðaplanið hér, og hafa varaáætlun hjá vinum og vandamönnum ef veður eða aðstæður breytast. 

Tjaldað á hálendinu

Að tjalda á hálendinu er ævintýri ólíkt öðrum, en það krefst vandaðrar skipulagningar og undirbúnings. Íhugaðu eftirfarandi þætti þegar þú ferð inn á hálendið:

  • Tjöldun á hálendi Íslands er meira krefjandi en á láglendi. 
  • Veðrið getur verið mun óútreiknanlegra á hálendinu. 
  • Hálendisvakt björgunarsveitanna er aðeins yfir sumartímann, því er mun lengra í alla aðstoð og neyðarþjónunstu. 
  • Vinsamlegast athugið þegar tjaldað er í þjóðgörðum eða friðlöndum, þá verður að tjalda á sérstökum tjaldsvæðum. Þetta á til dæmis við um Hornstrandir og Laugaveginn.
  • Þegar farið er í margra daga ferðir er góð regla að stefna að því að tjalda á afmörkuðum tjaldsvæðum, þó gönguferðin sé ekki innan verndarsvæðis, til að lágmarka neikvæð áhrif á náttúruna.
  • Yfir vetrartímann eru flestir fjallaskálar læstir og mannlausir.